Beint í efni

Danskir dýralæknar græða í kreppunni

18.09.2010

Landbúnaður í Danmörku, rétt eins og hér á landi, hefur átt erfitt í kjölfar efnahagskreppunnar en samkvæmt úttekt á stöðu dýralækna er staða þeirra betri, en í Danmörku eru rúmlega 600 þjónustuaðilar/-fyrirtæki í dýralækningum.

 

Í úttekt danska Viðskiptablaðsins (Erhvervsbladet) og greiningarfyrirtækisins Business Intelligence kom í ljós að þrátt fyrir nokkuð ólíka afkomu þá standi dýralæknar almennt mun betur eftir kreppuna en aðrir aðilar í þjónustugeiranum. Samkvæmt úttektinni er taprekstur um þessar mundir hjá um 25% dýralæknastofa en á velmegunarárunum 2006 og 2007 var taprekstur hjá u.þ.b. sjöttu hverri

dýralæknastofu. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 40% allra danskra fyrirtækja voru rekin með tapi árin 2008 og 2009.

 

Naut.is er ekki kunnugt um að sambærileg úttekt hafi farið fram hér á landi.