Danska ráðgjafamiðstöðin leggur niður 27 stöður
25.11.2009
Ráðgjafamiðstöð dansks landbúnaðar, Landscentret, vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Til að fá enda til að ná saman hefur verið ákveðið að leggja niður 27 stöður. 10 af þeim eru annað hvort lausar eða í þær verður ekki endurráðið. Að sögn forstjórans Frank Bennetzen hefur kreppan orðið til þess að gerð fjárhagsáætlunar vegna næsta árs verður mun erfiðari en oftast áður. Kreppan hefur mikil áhrif á daglegan rekstur bænda og ráðgjafamiðstöðva. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að tryggja tekjugrundvöll næsta árs og ná fram hagræðingu sem víðast.
Því miður er niðurstaðan þó sú að nauðsynlegt er að fækka starfsmönnum, enda undirstrikar forstjórinn að fyrirtækið sé í sífelldri aðlögun að markaðsaðstæðum. Síðan kreppan fór að hafa áhrif á rekstur ráðgjafamiðstöðvarinnar fyrir um ári síðan hafa verið lagðar af 22 stöður. Alls fækkar stöðum á Landscentret því um 49 í það heila tekið á einu ári. Forstjórinn segir að allt sé gert til að finna starfsmönnum nýja vinnu og hefur þeim verið boðið ráðgjöf sem vonandi verður til að halda þeim áfram á vinnumarkaði.
Heimild: http://www.landscentret.dk