Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Danone og FrieslandCampina svara fyrir sig

05.07.2012

Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að gríðarleg samþjöppun á sér stað í alþjóðlegum mjólkuriðnaði líkt og við höfum greint frá. Það kemur því ekki á óvart að fljótlega eftir að Arla gaf út áætlun um samruna við MilkLink og MUH, sem bændurnir hafa nú samþykkt, myndu hin stóru afurðafélögin á markaðinum bregðast við.

 

Nú hefur Danone m.a. brugðist við með því að kaupa upp meirihluta hlutafjár í afurðafélaginu Centrale Laitière en það félag er með 60% markaðshlutdeild í Marokkó. Danone á nú 67% hlutafjár í félaginu en átti fyrir 29,2%. Uppkaupin kostuðu Danone 550 milljónir evra eða um 87 milljarða íkr. en ætlaður ávinningur er mikill, enda tryggir Danone með þessu afar gott aðgengi að hinum norður Afríska markaði.

 

Þá hefur FrieslandCampina einnig tilkynnt um kaup á belgíska ostapökkunarfyrirtækinu IDB Belgium en fyrirtækið var í eiguIDB sem er samvinnufélag í eigu írskra kúabænda. IDB Belgium er eitt stærsta ostapökkunarfyrirtækið í Belgíu og sér um að pakka ostum fyrir fjölda fyrirtækja og eru ostarnir seldir í 12 löndum. Velta IDB Belgium var á síðasta ári um 16 milljarðar króna en kaupverð FrieslandCampina á fyrirtækinu hefur ekki verið gefið upp/SS.