Beint í efni

Danone áætlar tvöföldun í Japan

16.05.2013

Franski mjólkurrisinn Danone hefur tilkynnt um áform fyrirtækisins um að tvöfalda framleiðslugetu afurðastöðvar sinnar í Tetebayashi í Japan. Eftir stækkunina verður framleiðslugetan heil 200 þúsund tonn af jógúrti á ári! Áætlunin um stækkunina nær reyndar til næstu tíu ára og er skipt upp í nokkra áfanga.

 

Fyrsta áfanga verður lokið árið 2016 og verður með þeim áfanga lokið við gerð móttökustöðvar og afgreiðslusvæða. Samhliða þessari miklu stækkun afurðastöðvarinnar í Tetebayashi verður einnig farið út í þróun á nýjum jógúrtvörum sem verða sérhannaðar fyrir japanska neytendur. Í öðrum áfanga stækkunarinnar verður svo byggt við núverandi húsnæði, enda fylgir þessum framleiðsluáformum þörf fyrir mikið nýtt húsnæði/SS.