
Danir og Norðmenn fóru með sigur af hólmi
21.06.2022
Norrænu matvælaverðlaunin Embla voru afhent við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu DogA í Osló í gærkvöldi og er óhætt að segja að Danir og Norðmenn hafi verið sigursælir í ár en hvort land um sig fékk þrjú verðlaun og Svíar unnu í einum flokki.
Sigurvegarar í ár voru:
Norrænn mataráfangastaður: Kvitnes gård, Noregi
Norræn matvæli fyrir börn og ungmenni: Geitmyra Credo, Noregi
Norrænn matarfrumkvöðull: Undredal stølsysteri, Noregi
Norrænn matur fyrir marga: The Junk Food Project, Danmörku
Norrænn matvælamiðlari: Det Grønne Museum, Danmörku
Norrænn matvælalistamaður: Brӓnnlands Cider, Svíþjóð
Norrænn matvælaframleiðandi: Fredriksdals Kirsebærvin, Danmörk
Sjö afar frambærilegir matvælafulltrúar voru tilnefndir fyrir Íslands hönd að þessu sinni sem voru Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar.
Sex norræn Bændasamtök, þar á meðal Bændasamtök Íslands, standa að baki norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin er annaðhvert ár og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins.