Beint í efni

Danir finna upp íslenskt hjól!

11.06.2005

Mjólkursamlagið Thise í Danmörku hefur nú ákveðið að kalla saman vinnufund barnabókarhöfunda og teiknara til að hanna umbúðir mjólkurferna með það að markmiði að fá börn til að lesa. Engin ástæða sé til þess að hafa mjólkurumbúðir leiðinlegar og illa hannaðar. „Af hverju ekki að vera hugmyndaríkir og gera umbúðir sem eru skemmtilegar að horfa á og með texta til þess að lesa?“, segir í  

tilkynningu frá samlaginu. Í næstu viku verður því haldinn vinnufundur um málið þar sem málið verður krufið til mergjar. Í frétt á dönskum landbúnaðarvef er hugmyndasmiður þessarar frábæru hugmyndar sagður vera Peter Q. Rennes. Líklega hefur Peter komið til Íslands!