Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dairygold í risafjárfestingar

13.08.2012

Hið írska Dairygold Co-op, sem er samvinnufélag kúabænda og eitt stærsta afurðafélagið þar í landi, er nú að móta framtíðarstefnu sína í kjölfar afnáms kvótakerfisins árið 2015 líkt og mörg önnur afurðafélög innan landa Evrópusambandsins. Innleggjendur félagsins eru um 3.000 og í könnun meðal þeirra sjálfra kom í ljós að þeir áætla að framleisluaukningin muni nema heilum 63,5% þegar framleiðslan verður gefin frjáls.
 
Í ljósi niðurstaðnanna hefur stjórn félagsins ákveðið að stækka vinnslugetuna svo unnt verði að taka við stóraukinni framleiðslu eða úr 941 milljónum lítra (árið 2011) í allt að 1.540 milljónir lítra árið 2020. Svo mögulegt sé að taka við þessari aukningu þarf að auka vinnslugetuna mikið og því hefur núna verið sett fram áætlun til ársins 2020 um það hvernig þetta verður gert.

 

Alls er gert ráð fyrir að framkvæmdir vegna þessa nemi 17,8 milljörðum króna á tímabilinu, aðallega með því að efla osta- og duftframleiðslugetu Dairygold. Félagið starfrækir þrjár afurðastöðvar og verða þær allar stækkaðar og/eða efldar: í Mitchelstown, Mogeely og Mallow/SS.