Dairy Crest hækkar verð til bænda
28.06.2010
Stórfyrirtækið Dairy Crest í Bretlandi hækkar um mánaðarmótin verð á hrámjólk til bænda um 1,44 kr/lítrann (0,75p) og eftir hækkunina greiðir fyrirtækið 48,1 kr/lítrann (25,04p). Dairy Crest er ein stærsta afurðastöð Bretlandseyja með um 2,4 milljarða lítra á ári eða um 20 sinnum stærri en Auðhumla. Skýringar hækkunar nú er, rétt
eins og hjá öðrum afurðastöðvum víða um heim um þessar mundir, hækkandi skilaverð á útflutningsmörkuðum.
Heimild: www.dairycrest.co.uk