Dagur rjómans í dag!
11.02.2013
Í dag er bolludagurinn og má með sanni segja að þessi dagur sé einn af uppáhalds dögum kúabænda. Sjaldan er meiri sala á rjóma en einmitt þennan dag ár hvert enda er rjóminn ómissandi á hvort sem er vatnsdeigsbollur eða gerbollur, hver svo sem smekkur manna er.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu frá því fyrir helgi er það mat bakarameistarans Reynis Þorleifssonar að bollufjöldinn nemi amk. þremur á hvern íbúa landsins, svo reikna má með um milljón bollum. Að sjálfsögðu reiknum við með því að allir setji nóg af rjóma í bollur sínar og njóti þannig dagsins enn betur/SS.