Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dagur nautgriparæktarinnar á Hvanneyri

08.10.2007

Dagur nautgriparæktarinnar var haldinn á Hvanneyri á laugardaginn, 6. október sl. Þar kynnti LBHÍ starfsemi sína á sviði nautgriparæktar, bæði kennslu og rannsóknir og var með opið fjós. Að auki voru nokkur fyrirtæki og stofnanir með kynningu á vörum sínum og þjónustu. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra búrekstrarsviðs LBHÍ tókst tiltækið afar vel, gestir voru vel á fjórða hundraðið og nutu þeir dagsins í haustblíðunni á Hvanneyri. Landssamband kúabænda vill koma á framfæri kærum þökkum til Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir þetta góða framtak.