Beint í efni

Dagur nautgriparæktarinnar á Hvanneyri

08.10.2007

Dagur nautgriparæktarinnar var haldinn á Hvanneyri á laugardaginn, 6. október sl. Þar kynnti LBHÍ starfsemi sína á sviði nautgriparæktar, bæði kennslu og rannsóknir og var með opið fjós. Að auki voru nokkur fyrirtæki og stofnanir með kynningu á vörum sínum og þjónustu. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra búrekstrarsviðs LBHÍ tókst tiltækið afar vel, gestir voru vel á fjórða hundraðið og nutu þeir dagsins í haustblíðunni á Hvanneyri. Landssamband kúabænda vill koma á framfæri kærum þökkum til Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir þetta góða framtak.