Beint í efni

Dagur íslenskrar tungu í dag

16.11.2012

Í dag, 16. nóvember, eru liðin 205 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar en fyrir 17 árum var einmitt ákveðið að gera fæðingardag hans að degi íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur ráðuneyti menntamála beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að beina athygli að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Eins og allir Íslendingar þekkja hafa kúabændur, í gegnum MS, beitt sér af krafti í þágu íslenskrar tungu með sérmerkingum á mjólkurfernum.

 

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996 og nú í ár er engin undantekning. Fjölbreytt dagskrá er haldin víða um land og margskonar uppákomur. Ástæða er til þess að hvetja lesendur naut.is til þess að skoða dagskrána (sjá hlekk hér fyrir neðan) og taka þátt í uppákomum eftir því sem aðstaða gefur tilefni til. Þess má geta að ráðuneytið hvetur til þess að íslenski fáninn sé dreginn að húni í dag, enda dagurinn opinber fánadagur.

 

Dagskrá dags íslenskrar tungu 2012: http://www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal/dit/nr/7163 /SS.