Beint í efni

Dagskrá sjöundu hópferðarinnar á Agromek í Danmörku

25.09.2003

Dagskrá næstu Agromek-ferðar liggur nú fyrir, en Ferðaskrifstofa Vesturlands mun í janúar nk. standa fyrir hópferðinni á landbúnaðarsýninguna Agromek í Herning (Danmörku), en sýningin er sú stærsta sem haldin er í Norður-Evrópu ár hvert. Eins og kunnugt er hafa fjölmargir bændur og þjónustuaðilar farið í þessa ferð og eru þátttakendur frá upphafi rétt tæplega 350.

Um skipulagningu og fararstjórn sér Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, eins og undanfarin ár, en haldið verður utan sunnudaginn 18. janúar og komið heim föstudaginn 23. janúar.

Sýningin er öll hin glæsilegasta, með nærri 600 sýningaraðilum og um 200 nýjungum ár hvert. Á síðasta ári heimsóttu sýninguna tæplega 82 þúsund gestir og þar af fóru um 100 Íslendingar á sýninguna. Þá er einnig fjölbreytt nautgripasýning haldin samtímis í einni sýningarhöllinni, en hallirnar eru margar og samtengdar með göngum.

Allar nánari upplýsingar má finna með því að smella hér, en skráning í ferðina fer fram hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437-2323 og einnig má senda tölvupóst á asa@fv.is.