Beint í efni

Dagskrá Búnaðarþings – mið. 5. mars

05.03.2008

Góður gangur er í störfum Búnaðarþings. Dagurinn í dag hófst með nefndarstörfum í morgunsárið en kl. 13:00 byrjaði þingfundur. Gunnar Guðmundsson sviðsstjóri ráðgjafarsviðs BÍ kynnti byggingarframkvæmdir við nýja nautastöð og í kjölfarið var fjallað um nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. Lífeyrissjóður bænda kynnir ársskýrslu sína sem og Framleiðnisjóður þegar líða tekur á daginn. Að öðru leyti lítur dagskrá svona út:

3. fundur miðvikudaginn 5. mars kl. 13:00

I. Fundargerð 1. og 2. fundar

II. Erindi
Kl. 13.00-13.15 Nautastöð BÍ – Stutt kynning á stöðu nýbyggingarverkefnis
Kl. 13.15-13.30 Nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt
Kl. 13.30-13.45 Lífeyrissjóður bænda (Örn Bergsson)
Kl. 15.00 Skýrsla Framleiðnisjóðs
Kl 15.30 Reikningar Hótel Sögu ehf - kaffi í boði H.S.

III. Mál til fyrri umræðu

Mál nr. 02-2 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008
Mál nr. 06-2 Þjóðlendumál
Mál nr. 07-2 Dýralæknaþjónusta
Mál nr. 10-2 Bændabókhald og bókhaldsforritið dkBúbót
Mál nr. 11-2 Íslenski geitfjárstofninn
Mál nr. 12-2 Landbúnaðarháskóli Íslands
Mál nr. 13-2 Gæði fóðurs og birgðir
Mál nr. 16-2 Vistforeldrar í sveitum
Mál nr. 17-2 Merking íslenskra landbúnaðarvara
Mál nr. 25-2 Jöfnuður til náms
Mál nr. 26-2 Rannsóknir á innfluttum matvælum
Mál nr. 27-2 Starfshópur um Selen í landbúnaði
Mál nr. 29-2 Rafkyndikostnaður
Mál nr. 30-2 Skattlagning ökutækja
Mál nr. 31-2 Raforkudreifing
Mál nr. 32-2 Hagkvæmni áburðarframleiðslu
Mál nr. 33 Skattlagning vegna niðurskurðar riðu
Mál nr. 35-2 Flutningsjöfnun á olíu
Mál nr. 37-2 Landgræðsla
Mál nr. 38-2 Varnarlínur / og flutningur á búfé og tækjum
Mál nr. 40-2 Hnitsetning landamerkja
Mál nr. 41-2 Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms
Mál nr. 42-2 Landbúnaðarsafn Íslands
Mál nr. 45-2 Málefni WTO

IV. Mál til síðari umræðu
Mál nr. 01-3 Reikningar Bændasamtaka Íslands
Mál nr. 03-3 Fjallskil
Mál nr. 05-3 Fjarskipti
Mál nr. 08-3 Samgöngumál
Mál nr. 21-3 Beint frá býli
Mál nr. 22-3 Greiðslur ferðakostnaðar
Mál nr. 44-3 Kjaramál bænda