Beint í efni

Dagskrá ársfundar fagráðs í nautgriparækt 16. apríl á Möðruvöllum

12.04.2012

Ársfundur fagráðs í nautgriparækt verður haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn 16. apríl kl. 13.00.  Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um nautgriparækt. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

Kl. 13.00 Helstu verkefni fagráðs í nautgriparækt árið 2011. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs.

 

Kl. 13.10. Verkefni Bændasamtaka Íslands á sviði nautgriparæktarinnar 2011. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafasviðs BÍ.

 

Kl. 13.20. Rannsóknir Landbúnaðarháskóla Íslands á sviði nautgriparæktarinnar 2011. Grétar Hrafn Harðarson, lektor LBHÍ.

 

Kl. 13.30. Helstu verkefni Matvælastofnunar á sviði nautgriparæktar 2011. Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir MAST.

 

Kl. 13.40. Úttekt á aðbúnaði og vexti nautgripa í kjötframleiðslu. Þóroddur Sveinsson, lektor LBHÍ.

 

Kl. 14.00. EUROP mat á nautakjöti. Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri MAST.

 

Kl. 14.20. Staða og horfur á nautakjötsmarkaði. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

 

Kl. 14.40. „Kýrskýr skilaboð“ – mat á atferli og velferð nautgripa. Sigríður Bjarnadóttir, héraðsráðunautur Búgarði.

 

Kl. 14.50. Kaffihlé.

 

Kl. 15.10. Umræður.

 

Kl. 16.00. Fundarlok.

 

Fagráð í nautgriparækt