Beint í efni

Dagskrá aðalfundar LK 2021

06.04.2021

Senn líður að aðalfundi Landssambands kúabænda 2021, en hann verður haldinn föstudaginn 9. apríl nk. í gegnum fjarfundarbúnað.

Hér má sjá dagskrá aðalfundar :

Föstudagur 9. apríl, fjarfundur

  • Kl. 09:00        Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
  • Kl. 09:15         Skýrsla stjórnar og umræður. Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK
  • Kl. 10:00         Afgreiðsla mála
  • Kl. 12:00         Hádegishlé
  • Kl. 12:45         Afgreiðsla mála
  • Kl. 14:30         Kosning formanns
  • Kl. 14:45         Kosningar
  • Kl. 15:00         Önnur mál
  • Kl. 15:30         Fundarlok

Aðalfundurinn er opinn til áheyrnar öllum félagsmönnum aðildarfélaga LK. Ef óskað er eftir að fá að fylgjast með fundinum skal viðkomandi hafa samband við skrifstofu LK í síma 563-0323 eða á lk@naut.is, eigi síðar en kl. 12:00, fimmtudaginn 8. apríl, svo hægt sé að útbúa aðgang fyrir viðkomandi. Óski aðrir aðilar eftir að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.