Beint í efni

Dagskrá aðalfundar Landssambands kúabænda 2011

16.03.2011

Dagskrá aðalfundar Landssambands kúabænda liggur nú fyrir og má sjá hana hér. Að venju verður fundurinn í beinni útsendingu á naut.is og mun sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri sjá um það verk.  

Yara á Íslandi og Benedikt Hjaltason standa fyrir skemmtiferð fyrir maka aðalfundarfulltrúa á laugardeginum 26. mars. Lagt verður af stað frá Hótel KEA kl. 13.30 og áætluð heimkoma er kl. 16.30. Áhugasamir geta skráð sig á föstudeginum til kl. 15.00, skráningarblað mun liggja frammi hjá skrifstofustjóra fundarins, Snorra Sigurðssyni.