Beint í efni

Dæmi um gripagreiðslur

11.07.2006

Eins og flestum kúabændum er kunnugt, flyst hluti af A-greiðslum, sem til þessa hafa verið greiddar út á greiðslumark í mjólk, yfir á árskýr á búinu sem eru skráðar í gagnagrunninn Mark. Það gildir t.a.m. um allar kýr í skýrsluhaldi. Tekur breytingin gildi frá 1. september n.k. og verður fyrsta greiðsla greidd út þann 1. nóvember í haust. Reglugerð um gripagreiðslur má sjá hér.

Eins og fram kemur í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar frá því í maí 2004, fara gripagreiðslurnar stiglækkandi eftir bústærð. Reglurnar eru þannig að fyrir fyrstu 40 kýr á búi eru greiddar fullar greiðslur, fyrir næstu 20 kýr (41-60) eru greidd 75% af fullri greiðslu, fyrir næstu 20 kýr 50%, fyrir kýr 81-100 eru greidd 25%. Fyrir árskýr 101-170 er ekkert greitt. Ef árskýr eru 171-180 skerðast heildar gripagreiðslur um 25%, ef þær eru 181-190 skerðast þær um 50% og um 75% ef þær eru 191-200. Ef árskúafjöldi á búinu er yfir 200 falla gripagreiðslurnar niður. Í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar segir að næstkomandi verðlagsári skuli 396 milljónir flytjast af beingreiðslum í mjólk yfir á gripagreiðslur. Þessi upphæð er verðtryggð m.v. VNV 230. Í júnímánuði 2006 var VNV 261,9. Kúafjöldinn í landinu er um 25.000. Því verða gripagreiðslurnar á hvert bú á því bili sem hér segir:

 

Fjöldi árskúa á búi Gripagreiðslur á ári
40 721.478.-
60 992.032.-
80 1.172.401.-
100 1.262.586.-
140 1.262.586.-
173 946.939.-
183 631.293.-
201 0.-

 

Þessi tafla er birt með fyrirvara um villur.