Beint í efni

Dæla út milljörðum í neyðarstyrki

08.09.2010

Sérstakur sjóður á vegum Evrópusambandsins, sem eingöngu var settur á fót til þess að styrkja evrópska kúabændur í erfiðleikum, hefur nú fengið 45 milljarða (300 milljónir Evra) viðbótarstyrk en sjóðurinn fékk árið 2009, 42 milljarða (280 milljónir Evra). Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á kúabændum sem eru erfiðri stöðu í kjölfar efnahagshrunsins.
 
Landbúnaðarráð Evrópuþingsins samþykkti viðbótarstyrkinn í þeirri von að það muni duga til þess rétta af annars alvarlega stöðu mjólkurframleiðenda innan Evrópusambandsins. Fjárframlagið er jafnframt

hugsað til þess að veita aðstoð til mjólkurframleiðslusvæða innan Evrópusambandsins sem urðu verst úti í kreppunni. Auk þess verður hluta fjármunanna varið til rannsókna og þróunar á mjólkurafurðum.
 
Á fundi sínum 31. ágúst sl. ákvað landbúnaðarráðið auk þess að veita aukalega 10 milljónum Evra eða sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna til skólamjólkurverkefnis Evrópusambandsins, en verkefnið hefur þá alls 90 milljónir Evra eða 13,6 milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar næstu 12 mánuði. Auk þess var ákveðið að halda áfram með að styrkja starfsemi verðlagseftirlits mjólkurvara, en eftirlitið upplýsir um mun á verði mjólkurvara til bænda annarsvegar og neytenda hinsvegar.