
Coca-Cola inn á mjólkurmarkaðinn
04.09.2003
Stórfyrirtækið Coca-Cola er nú að setja á markað mjólkurdrykk sem nefnist Swerve. Varan fæst einungis í skólum í Bandaríkjunum, en er hugsanlega á leiðinni til Noregs. Noregur hefur nefninlega verið prufumarkaður hjá fyrirtækinu um nokkurt skeið.
Norðmenn eru sólgnir í nýjungar og Norskur drykkjarvörumarkaður er vel þróaður.
Hinn nýji drykkur fæst með bláberja-, banana- og súkkulaðibragði og inniheldur 50% mjólk. Drykkurinn inniheldur jafnframt sykur og nýtt sætuefni, sem er reyndar ekki samþykkt í Noregi. Þá er drykkurinn lágur í fitu.