Beint í efni

Coca-Cola inn á alþjóðlega mjólkurmarkaðinn!

19.08.2010

Coca-Cola fyrirtækið í Indlandi hefur nú sett á markað mjólkurdrykk í 200 ml fernum, en drykkurinn er blanda af mjólk og ávextinum mangó. Þess er vænst að drykkurinn „Maaza Milky Delite“ fari í almenna sölu víða um heim á næstu misserum, en til þessa hefur Coca-Cola fyrirtækið fyrst og fremst unnið með einstaka mjólkurvörur á heimamörkuðum í nokkrum löndum. Áhugavert verður að fylgjast með innkomu Coca-Cola á alþjóðlega mjólkurmarkaðinn, þar sem fyrir eru mörg gríðarlega sterk fyrirtæki s.s. Nestlé og Danone.