Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Coca-Cola eignast stærsta afurðafélag Nígeríu

22.02.2016

Undanfarin misseri hafa sjónir helstu afurðafélaga heims, þ.e. þeirra sem starfa á útflutningsmarkaði, beinst að Afríku en heimsálfan er mikið til ónumin þegar kemur að mjólkurvörum. Í Afríku eru nokkur lönd með afar mikinn hagvöxt og er Nígería eitt af þeim löndum og mörg afurðafélög komið sér fyrir þar með bæði sölustarfsemi og vinnslu. Við höfum margoft greint frá því að risafyrirtækið Coca-Cola hefur ætlað sér stóra hluti á mjólkurvörumarkaðinum og hefur m.a. tilkynnt um stór áform í bæði Indlandi og Brasilíu (sjá frétt hér á naut.is frá 7. janúar sl.).

 

Nú hefur fyrirtækið tekið risaskref í þessa átt en félagið hefur keypt 40% af hlutafénu í Chi, en það er stærsta afurðafélagið í Nígeríu. Í samninginum sem Coca-Cola hefur gert við núverandi eigendur Chi þá mun fyrirtækið kaupa öll hlutabréfin innan næstu þriggja ára. Coca-Cola hefur jafnframt tilkynnt að fyrirtækið ætli að fjárfesta í mjólkur- og safageiranum í Afríku fyrir um tvö þúsund milljarða íslenskra króna á þessum áratug en með þessari risafjárhæð ætlar fyrirtækið að ná undirtökunum í bæði vinnslu og dreifingu í heimsálfunni. Spurningin er nú hvort hefðbundin afurðafélög þurfi ekki að stórefla samvinnu sína í heimsálfunni ef þau ætla sér marktæka hlutdeild í samkeppninni við Coca-Cola/SS.