C-greiðslur yfirstandandi verðlagsárs
15.09.2009
Eins og fram kom í bréfi sem sent var til mjólkurframleiðenda fyrir nokkrum vikum, verður gerð nokkur breyting á fyrirkomulagi C-greiðslna á því verðlagsári sem hófst 1. september sl. Miðað við verð dufts og smjörs á heimsmarkaði, þá verður að segjast að ekki er útlit fyrir að núverandi verð á umframmjólk haldi sér þegar kemur fram á næsta ár. Þar til viðbótar koma hækkanir sem orðið hafa á breytilegum kostnaði við mjólkurframleiðsluna. Gera má því ráð fyrir að mjólkurframleiðslan dragist saman um 3-4% á þessu verðlagsári m.v. það síðasta. Gangi það eftir, verður framleiðslan um 160 milljónir lítra en greiðslumarkið er 155 milljónir lítra.
Að þessum forsendum gefnum, má gera ráð fyrir að C-greiðslur verði í kr pr. ltr. eins og fram kemur í töflunni hér að neðan.
Ár | 2009 | 2010 |
Janúar |
| 6,92 |
Febrúar |
| 7,41 |
Mars |
| 0 |
Apríl |
| 0 |
Maí |
| 0 |
Júní |
| 0 |
Júlí |
| 0 |
Ágúst |
| 0 |
September | 10,21 | 8,30 |
Október | 5,16 | 13,97 |
Nóvember | 10,82 | 17,59 |
Desember | 9,38 | 15,24 |
Til að mjólk fái C-greiðslur, þarf samanlagt innlegg búsins í C-greiðslumánuðum að vera innan greiðslumarks.