Beint í efni

C-greiðslur í júlí og ágúst

26.06.2008

Eins og fram kemur í reglugerð um greiðslumark mjólkur fyrir yfirstandandi verðlagsár, eru 16,88% beingreiðslna greiddar út sem sk. C-greiðslur, vegna framleiðslu í mánuðunum september-febrúar og júlí-ágúst. Ef svo fer fram sem horfir, verður mjólkurframleiðslan um 11 milljónir lítra á mánuði það sem eftir lifir verðlagsársins. Gangi það eftir, verða C-greiðslurnar ca. 7 kr/ltr í júlí og 11 kr/ltr í ágúst. Verði framleiðslan minni en þetta, hækka greiðslurnar sem því nemur.

C-greiðslur eru greiddar út á alla framleiðslu áðurnefndra mánaða, að því tilskyldu að hún sé ekki meiri í C-greiðslu mánuðunum en sem nemur greiðslumarki viðkomandi bús.

 

Til frekari útskýringar er ágætt að taka eftirfarandi dæmi af tveimur bændum sem báðir hafa 200.000 lítra greiðslumark. 

 

Bóndi 1 leggur inn 205.000 lítra á verðlagsárinu, þar af er framleiðsla í C-greiðslu mánuðunum 150.000 lítrar. Þessi bóndi fær óskertar C-greiðslur á alla sína framleiðslu, þar sem framleiðslan í sept.-feb. og júlí-ágúst er minni en sem nemur greiðslumarki búsins.

 

Bóndi 2 leggur inn 269.000 lítra á verðlagsárinu, þar af er framleiðsla í C-greiðslu mánuðunum 211.000 lítrar. Þessi bóndi fær greiddar C-greiðslur á 200.000 lítra, en ef við segjum að framleiðslan í ágúst sé 28.000 lítrar, þá fær hann C-greiðslur greiddar út á 17.000 lítra í ágúst en engar út á 11.000 lítra, þar sem þeir eru framleiddir umfram greiðslumark í C-greiðslu mánuðunum.