Beint í efni

C-greiðsla nóv-feb 9,30 kr/l

16.10.2007

Eins og mælt er fyrir um í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar og reglugerð um greiðslumark verðlagsárið 2007/8, skulu 16,88% beinna greiðslna fara í sk. C-greiðslur. Af heildar C-greiðslu upphæðinni skal ráðstafa 16/30 hlutum út á alla innvegna mjólk í mánuðunum nóvember til og með febrúar. 

Miðað við VNV októbermánaðar sem er 278,1 nemur sú upphæð 368 milljónum króna. Í þessum mánuðum á síðasta verðlagsári var innvigtunin um 39,7 milljónir lítra hjá samlögum innan og utan SAM. Ef gert er ráð fyrir því að framleiðslan verði á svipuðu róli á næsta C-greiðslutímabili og í fyrra verður C-greiðsla á lítra um 9,30 kr. Verði framleiðslan 5% meiri en í fyrra verður C-greiðslan 8,80 kr/l en verði hún 5% minni en í fyrra verðu tilsvarandi greiðsla 9,80 kr/l