Beint í efni

Carina er talskona sænska nautakjötsins!

23.07.2012

Sænskir kúabændur í nautakjötsframleiðslu héldu ársfund sinn nýverið þar sem meðal annars var tekin ákvörðun um að ráða talsmann fyrir nautakjötið! Ástæðan er sú að bændunum finnst oft vanta svör við spurningum sem vakna í fjölmiðlum í tengslum við kjötframleiðslu, -neyslu og –innflutning erlendis frá.

 

Fyrir valinu varð svo hún Carina Johansson sem er kúabóndi sjálf með holdakýr á búi sínu í námunda við bæinn Vaggeryd, u.þ.b. 35 km sunnan við hið þekkta vatn Vättern. Kúabændurnir ákváðu á fundinum að hækka félagsgjaldið hjá sér svo unnt væri að standa undir greiðslu launa til hennar Carina en ljóst er að hennar bíða krefjandi verkefni, enda eykst innflutningur á nautakjöti ár frá ári og stendur vexti framleiðslunnar innan Svíþjóðar fyrir þrifum/SS.