
Búvörusamningar samþykktir á Alþingi
13.09.2016
Búvörusamningar voru samþykktir sem lög frá Alþingi í dag með 19 atkvæðum gegn 7. Samningarnir eru gerðir til 10 ára en gert er ráð fyrir endurskoðun árin 2019 og 2023, þar sem lagt verður mat á það hvort breytingar og markmið samninganna hafi gengið eftir.
Breytingartillaga Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að ganga alla leið, þannig að allir styrkir falli niður til þeirra sem stundi dýraníð með einhverjum hætti var felld en tillaga meirihlutans sem gengur ekki jafn langt og tillaga Lilju Rafneyjar, en bregst við dýraníði, var samþykkt með 42 atkvæðum/MG.