Beint í efni

Búvís ehf birtir áburðarverð

03.02.2011

Landssambandi kúabænda barst í dag í hendur fyrsta verðlistann á áburði þetta árið. Það er fyrirtækið Búvís ehf sem gefur hann út, sjá má verðlistann hér neðst í pistlinum. Vegna mikillar gerjunar á áburðarmarkaði hefur þessi verðlisti mjög stuttan gildistíma, eða frá 1. febrúar fram á hádegi 4. febrúar. Fyrirtækið hefur boðað að það gefi út nýjan verðlista n.k. mánudag, 7. febrúar.

Það flækir eilítið verðsamanburð, að ekki er um sömu tegundir að ræða og í fyrra. Þó má nefna að í verðlista fyrirtækisins frá því á sl. ári var 27-6-6 boðinn á 63.940 kr/tonn ef pantað var fyrir 12. mars. Í verðlistanum sem gildir fram á morgundaginn er staðgreiðsluverð á 26-6-6 69.840 kr/tonn. Munurinn er um 10%.

 

Verðlisti Búvís ehf á áburði 1.-4. febrúar 2011.