Beint í efni

Búvís birtir verð á áburði – Vöruskrá Áburðarverksmiðjunnar

23.02.2010

Búvís hefur birt verð á þremur áburðartegundum á heimasíðu sinni. Um er að ræða tegundirnar Völlur 7 (23-10-10), Völlur 9 (27-6-6) og Bætir 10 (27-0-12). Verðið er mjög svipað og í fyrra en skv. verðlista 10. feb. 2009 var verð pr. tonn af Velli 7 65.184 kr, nú 64.800 kr, Völlur 9 var á 59.040 kr, nú 61.900 kr (fyrir ári var efnainnihald í þessari tegund reyndar 28-10-10). Bætir 10 var á 59.424 er nú á 60.900 kr. Æskir fyrirtækið að pantanir berist fyrir 26. febrúar n.k. Það er mat LK að heldur sé það nú skammur umhugsunartími fyrir bændur. Einnig hefur Áburðarverksmiðjan birt vöruskrá fyrir árið 2010 á heimasíðu sinni, þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi tryggt sér nauðsynleg hráefni. Verðskrá er væntanleg. Ástæða er til að hvetja félagið til að birta hana hið allra fyrsta.