Búvís birtir verð á áburði
03.02.2009
Á fjölsóttum aðalfundi Félags kúabænda í Suður-Þingeyjarsýslu sem haldinn var að Breiðumýri í dag, kynnti Einar Guðmundsson hjá Búvís verðlista á áburði sem fyrirtækið hyggst bjóða bændum á Norðausturlandi til kaups á vori komanda, allt að 3.800 tonn. Jafnframt kynnti Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga tilhögun á fjármögnun áburðarkaupa og valkostum bænda í því samhengi.
Hann tók það fram að tilboð Sparisjóðsins væri að sjálfsögðu óháð því hvar bændur keyptu áburðinn. Verðlista Búvís má nálgast hér, töflu með áhrifum breytinga á gengi evru á verð áburðarins er að finna hér og pöntunarblað er hér.