Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Búvís birtir verð á áburði

03.02.2009

Á fjölsóttum aðalfundi Félags kúabænda í Suður-Þingeyjarsýslu sem haldinn var að Breiðumýri í dag, kynnti Einar Guðmundsson hjá Búvís verðlista á áburði sem fyrirtækið hyggst bjóða bændum á Norðausturlandi til kaups á vori komanda, allt að 3.800 tonn. Jafnframt kynnti Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga tilhögun á fjármögnun áburðarkaupa og valkostum bænda í því samhengi.

Hann tók það fram að tilboð Sparisjóðsins væri að sjálfsögðu óháð því hvar bændur keyptu áburðinn. Verðlista Búvís má nálgast hér, töflu með áhrifum breytinga á gengi evru á verð áburðarins er að finna hér og pöntunarblað er hér.