Beint í efni

Búvís birtir nýjan verðlista á áburði

07.02.2013

Búvís ehf á Akureyri hefur birt nýjan verðlista á áburði á heimasíðu félagsins, en félagið hyggst endurskoða verðlista sína vikulega fram á vor. Nýr verðlisti félagsins er með hærra verði en sá fyrsti sem birtist þann 24. janúar sl. Að sögn félagsins er það til komið vegna verðhækkana erlendis, sem hafi verið meiri en sem nemur gengisstyrkingu krónunnar á undanförnum dögum. Sem dæmi má nefna að Völlur 20-10-10 + S kostar nú 82.980 kr/tonn og hefur hækkað um 2,7%. Kraftur 34 N, kostar nú 65.160 kr/tonn en kostaði áður 64.780, hækkunin er 0,6%. Næsti verðlisti félagsins verður birtur 11. febrúar kl. 9.00.

Landssamband kúabænda mun hér eftir sem endranær fylgjast náið með þróun á áburðarmarkaði./BHB

 

Verðlisti Búvís ehf 4. febrúar 2013