Búvís birtir áburðarverð
17.02.2012
Búvís ehf hefur birt verðlista á áburði. Hafa þá allir helstu áburðarsalar á markaði sett fram verðlista fyrir árið 2012. Verðlistar Búvís ehf. gilda í viku í senn og eru nýjir verðlistar birtir kl. 9.00 hvern mánudag næstu vikur. Verðið er með flutningi heim á býli á Norður- og Austurlandi./BHB
Verðskrá og innihaldslýsing Búvís ehf. á áburði – gildir til kl. 9.00 mánudaginn 27. febrúar.