Bústólpi og Lífland lækka kjarnfóðurverð – verðlistar uppfærðir
17.02.2009
Á föstudaginn var tilkynnti Lífland um 2-4% lækkun á kjarnfóðri og tók sú lækkun gildi í gær. Í dag tilkynnti Bústólpi um 3-5% lækkun á kjarnfóðri í lausu frá og með deginum í dag. Verðlistar hafa verið uppfærðir og er þá að finna hér.
Verðlistar hafa ekki borist frá Fóðurblöndunni um skeið, á heimasíðu þeirra er sá nýjasti frá því í nóvember sl. en fyrirtækið tilkynnti um verðlækkun í janúar sl.
Eftir þessa nýjustu lækkun kostar tonnið af 16% fiskimjölsblöndu 61.343 kr hjá Bústólpa en 62.291 kr hjá Líflandi, með magn- og staðgreiðsluafslætti. Svipuð blanda með jurtapróteini kostar 53.777 kr/tonn hjá Líflandi hf en 53.062 kr/tonn hjá Bústólpa.