Beint í efni

Bústólpi með sérstakan búnað fyrir broddmjólk

10.11.2015

Bústólpi ehf. hefur nú hafið innflutning á sérstökum búnaði fyrir bændur til að annast broddmjólk. Búnaður þessi léttir verulega alla vinnu við umhirðu broddmjólkur og tryggir að alltaf er til á lager broddmjólk af góðum gæðum svo ekki sé verið að taka óþarfa áhættu með því að gefa broddmjólk með lágu innihaldi mótefna. Fyrir vikið er tryggt að þegar kýr bera þá fái kálfarnir þeirra þá byrjun á lífinu sem æskileg er.

 

Búnaðurinn sem Bústólpi ehf. flytur inn nefnis ColoQuick sem er þrautreyndur búnaður frá danska fyrirtækinu Calvex. Um er að ræða „pakkalausn“ sem felst í því að innifalið er í búnaðum allt sem bóndinn þarf til þess að vinna við og meðhöndla broddinn rétt:

– ColoQuick Thaw EU (pottur til að afþýða broddmjólkina eftir geymslu í frysti)

– filling station (til að fylla broddmjólk í þar til gerða frystipoka)

– 10 stk plastgrindur (kasettur) til að frysta broddmjólkina í

– 35 stk frystipokar fyrir broddmjólk

– Refraktometer (ljósbrotsmælir) til að meta gæði broddmjólkurinnar

– Tútta og sonda til að gefa kálfum beint úr mjólkurpokunum

– Axlaról fyrir kassetturnar

 

Nánari upplýsingar fást hjá Bústólpa ehf. /SS-fréttatilkynning