Bústólpi lækkar kjarnfóðurverð um allt að 3%
01.10.2015
Bústólpi lækkar kjarnfóðurverð frá og með 1. október 2015 og nemur verðlækkunin 2,5-3,0% á öllum tegundum kjarnfóðurs að Premium blöndunum undanskildum sem lækka minna. Hagstæðari innkaup, sérstaklega vegna gengisþróunar og verulega aukin sala á kjarnfóðri gera félaginu kleyft að lækka verð nú til bænda.
Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir ennfremur að það sé ánægjuefni að greina frá því að verðlækkunin nú sé sú sjötta í röð verðlækkana frá því í maí árið 2013 og er óhætt að taka undir það. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Bústólpa: www.bustolpi.is /SS-fréttatilkynning.