Beint í efni

Bústólpi lækkar kjarnfóðurverð um 4% – mun einnig hækka aftur í desember

12.11.2008

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Bústólpa:

 

„Lækkun hráefna á heimsmarkaði hefur verið meiri í erlendum gjaldmiðlun en sem nemur lækkun íslensku krónunnar gagnvart sömu gjaldmiðlum og mun Bústólpi þess vegna lækka verð á öllu fóðri um 4% sem gildir frá og með deginum í dag (miðvikudagurinn 12.11.2008).

Var þessi ákvörðun Bústólpa kynnt á bændafundi sem haldinn var í Skagafirði  í gær og mætti hún miklum velvilja meðal bænda sem þó gerðu sér ljósa grein fyrir því að þróun gengismála yrði afgerandi við frekari verðákvarðanir á fóðri.

Þetta nýja fóðurverð gildir á meðan hráefnabirgðir endast en því miður er ljóst að það mun hækka aftur í byrjun desember vegna þess að gengi íslensku krónunnar hefur haldið áfram að lækka.

 

Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri í síma 460-3350″.