Bústólpi lækkar kjarnfóðurverð um 4-5%
01.03.2016
Bústólpi hefur í dag, 1. mars 2016, sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:
Bústólpi lækkar verð á öllu kjarnfóðri um 4%. Nokkrar tegundir lækka þó enn meir eða 4,5 til 5%.
Lækkunin er tilkomin vegna áframhaldandi lækkana á heimsmarkaðsverði korns og hagstæðs gengis krónunnar. Lækkunin nú tekur einnig tillit til hagstæðara verðs á korni sem er á leið til landsins og munu bændur því njóta þess strax. Er þetta sjöunda lækkun félagsins í röð á kjarnfóðri frá því í maí 2013. Lækkunin hefur þegar tekið gildi.
Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri, í síma 460 3350