Bústólpi lækkar kjarnfóðurverð um 2%
10.01.2014
Frá og með mánudeginum 13. janúar n.k. lækkar verð á kjarnfóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% og nær til allra tegunda kjarnfóðurs sem framleiddar eru hjá Bústólpa.
Lækkandi heimsmarkaðsverð á hráefnum og styrking krónunnar gerir okkur kleyft að lækka fóðurverð enn frekar nú, en síðast lækkaði fóður í októbermánuði og þar á undan í maí á síðast liðnu ári.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350
Fréttatilkynning frá Bústólpa ehf