Beint í efni

Bústólpi lækkar einnig verð á kúafóðri

30.12.2016

Þriðja fyrirtækið hefur nú bæst í hópinn og hefur tilkynnt um verðlækkun á fóðri um áramótin en Bústólpi mun lækka verð á kúafóðri 1. janúar. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum og er lækkunin tilkomin vegna enn frekari styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Fram kemur í fréttatilkynningu Bústólpa að fiskimjölsblöndur muni lækka minna þar sem þær innihalda hærra hlutfall af innlendum hráefnum.

Með því að smella hér er hægt að sjá nýja verðskrá Bústólpa/SS.