Bústólpi lækkar áburðarverð um 12% milli ára – frír flutningur
05.01.2016
Bústólpi hefur sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:
Líkt og undanfarin ár flytur Bústólpi inn sinn áburð í samstarfi við Áburðarverksmiðjuna/ Fóðurblönduna og nær sölusvæðið yfir Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur og austur um t.o.m. Vopnafirði.
Vöru og verðskráin liggur nú fyrir og er ánægjulegt að kynna að verð lækkar um 12% frá því í fyrra. Bestu verð fást ef áburður er pantaður og greiddur fyrir 31. janúar 2016, en einnig eru í boði hagstæðir vaxtalausir greiðslusamningar líkt og í fyrra.
Meðfylgjandi er opinber verðskrá Áburðarverksmiðjunnar/Fóðurblöndunnar ásamt verðskrá Bústólpa, en líkt og í fyrra bjóðum við sérstakan vildarafslátt til tryggra viðskiptavina Bústólpa.
Í ár bjóðum við öllum sem panta fyrir 31. janúar og kaupa 10 sekki eða fleiri frían flutning heim.
Hágæða áburður fyrir íslenskar aðstæður
Vöruskráin byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar, sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Við val á áburðartegundum voru fengnir okkur til aðstoðar helstu sérfræðingar landsins í jarðrækt og áburðarfræðum. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna.
Einkenni NPK tegunda Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí.
Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur eins og hér á Íslandi.
Bústólpi býður upp á fjölbreytt úrval af tegundum af eingildum, tvígildum og þrígildum áburði. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir, þar af eru 3 tegundir sem einnig innihalda Selan
Hráefnin í áburðinum skipta máli uppá nýtingu og sprettu
Hvernig köfnunarefnisgjafi er í þínum áburði, AN eða CAN ?
Það eru notuð ólík hréfni við áburðarframleiðslu. Sumir framleiðendur nota AN (ammóníum nítrat), sem er ódýrt hráefni, en aðrir framleiðendur CAN (calsíum ammóníum nítrat) sem köfnunarefnisgjafa. Notkun á CAN sem köfnunarefnisgjafa tryggir að nægt kalk sé í áburðinum.
Notkun á áburði sem einungis inniheldur AN veldur súrnun jarðvegs sem leiðir til minnkanndi uppskeru. Áburðarverksmiðjan notar eingöngu CAN í sinn áburð.
Fosfór er ekki bara fosfór
Fosfórinn í áburði Áburðarverksmiðjunnar hefur >90% leysanleika og nýtist því vel sem áburðarefni.
Bændur eru hvattir til að hafa samband við sölumenn okkar sem munu leiðbeina frekar um val á áburðartegundum og greiðslukjörum.
Starfsfólk Bústólpa ehf.
Nánari upplýsingar varðandi fréttatilkynninguna veitir framkvæmdastjóri í síma 460-3350