Beint í efni

Bústólpi lækkaði kjarnfóðrið

12.09.2016

Verð á kjarnfóðri hjá Bústólpa lækkaði um 2% síðasta fimmtudag og segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins að skýringin á lægra verði nú sé vegna hagstæðrar þróunar á gengi og lækkandi verðs á hrávörumörkuðum erlendis.

 

Síðasta verðbreyting á kjarnfóðri hjá Bústólpa var þann 25. júlí síðast liðinn. Nánar má sjá verðskrá Bústólpa með því að smella hér: http://www.bustolpi.is/sites/default/files/pages/vorur/fodur/fodurverdlisti/attachments/verdlisti_8._september_2016-614.pdf

 

Verðskrá naut.is hefur nú einnig verið uppfærð til samræmis við þessar verðbreytingar og má með því að smella hér sjá heildarverðskrá alls kjarnfóður fyrir nautgripi á Íslandi/SS