Beint í efni

Bústólpi hækkar verð á kúafóðri um allt að 10%

14.09.2010

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Bústólpa ehf á Akureyri:

 

„Föstudaginn 17. september n.k. hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin er mismikil eftir tegundum, en nemur allt að 10% í einstökum tegundum af kúafóðri og allt að 11% í fuglafóðri.

Ástæða hækkunar nú eru miklar hækkanir á helstu hráefnum til fóðurgerðar.
Frá því að fóðurverð var lækkað um 3% hjá Bústólpa í maí hafa orðið miklar hækkanir á hrávörum og þrátt fyrir styrkingu krónunnar frá þeim tíma var löngu komin fram veruleg hækkunarþörf. Síðustu vikur hefur verð á korni síðan hækkað mjög mikið eða frá því að skógareldar í Rússlandi settu heimsmarkaðsverð á hveiti í hæstu hæðir. Hver þróunin verður á næstu vikum er erfitt að spá um, en ljóst er að spákaupmennska er að hafa mikil áhrif á markaðina eins og stendur. Þannig hefur útflutningsbann rússa á hveiti haft meiri áhrif en eðlilegt er þar sem vægi þeirra á markaði í Evrópu er mjög lítið í magni“.