Bústólpi hækkar verð á kjarnfóðri um 5-10%
17.02.2011
Föstudaginn 18. febrúar n.k. hækkar verð á tilbúnu fóðri hjá Bústólpa um 5-10% misjafnt eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar nú eru áframhaldandi miklar hækkanir á kornverði á erlendum mörkuðum.
Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri í síma 460 3350