Bústólpi hækkar verð á kjarnfóðri um 3-7%
14.04.2012
Þriðjudaginn 17. apríl 2012 mun allt tilbúið fóður hækka hjá Bústólpa. Fóðrið hækkar um 3-7%, mismunandi eftir tegundum.
Ástæða hækkana nú eru viðvarandi hækkanir á erlendum hrávörum sem nýttar eru við fóðurgerðina.
Frá sama tíma hækkar gjald fyrir flutning um 10%, en verðskrám á flutning hefur ekki verið breytt hjá Bústólpa í á þriðja ár þrátt fyrir miklar hækkanir á kostnaði við flutningana. Þrátt fyrir þessa hækkun er gjaldtaka fyrir flutning mjög lág í samanburði við það sem allmennt gerist í vöruflutningum.
Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri í síma 460 3350
Sjá einnig á heimasíðu www.bustolpi.is