Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Búrma kemur á eftirliti í landbúnaði

23.01.2013

Herforingjastjórnin í Búrma hefur nú eflt eftirlit með bæði dýraheilbrigði og matvælaframleiðslu í landinu eftir að gin- og klaufaveiki kom upp í landinu síðasta sumar. Í ár verður settur mikill kraftur í eftirlitið með reglubundum heimsóknum á kúabú landsins til þess að tryggja að ekki sé hætta á að sjúkdómsvaldur finnist í sláturafurðum. Það var einmitt þannig sem upp komst um málið í fyrra er kínversk yfirvöld fundu vírussmitað kjöt frá Búrma. Lokað var um leið á innflutnings á nautakjöti til Kína.

 

Þar til þetta mál kom upp var eftirlit með landbúnaðinum í Búrma takmarkað en eins og að framan greinir verður nú breyting á. Bæði hefur verið sett af stað umfangsmikil bólusetningarherferð og landinu skipt upp í svæði. Einungis þau svæði, þar sem heilbrigðisyfirvöld geta ábyrgst að gin- og klaufaveiki er ekki til staðar, fá heimild til útflutnings á kjöti.

 

Búrma (Myanmar) er stærsta ríkið á meginlandi Suðaustur-Asíuog í raun afar vel staðsett og á t.d. landamæri að Kína, Laos, Taílandi, Bangladess og Indlandi. Landbúnaður er lang stærsti atvinnuvegur Búrma og starfa 65% íbúa landsins við landbúnað/SS.