Burður og burðarhjálp vinsæl!
16.04.2015
Bæklingur um burð og burðarhjálp sem Landssamband kúabænda hefur látið þýða og staðfæra, hefur nú verið sendur til allra bænda sem skráðir eru fyrir mjólkur- og holdakúm hér á landi. Bæklingurinn er 27 bls. og ríkulega myndskreyttur. Í honum er fjallað um öll flest þau atriði sem snúa að burði og burðarhjálp hjá nautgripum. Nokkrir tugir eintaka hafa einnig verið seldir til nemenda, dýralækna og annars áhugafólks um nautgriparækt. Þeim sem áhuga hafa á að næla sér í eintak er bent á að senda línu á lk@naut.is, verðið á bæklingnum er 1.000 kr og er sendingarkostnaður innifalinn./BHB