Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Burðaraldur hefur áhrif á endingu

25.02.2017

Ný rannsókn, sem framkvæmd var í Danmörku, skoðaði samhengið á milli burðaraldurs og endingar, þ.e. hve lengi kýrnar voru í framleiðslu frá fyrsta burðardegi. Skoðuð voru skýrsluhaldsgögn fyrir 380 þúsund burði hjá kvígum og kom í ljós að samhengi var á milli burðaraldurs og endingarinnar. Þannig voru t.d. mun minni líkur á því að kvígur, sem báru 27 mánaða gamlar eða eldri, fengu annan burð en t.d. kvígur sem báru 24 mánaða gamlar.

Í niðurstöðunum rannsóknarinnar, sem tók til gagna um bæði Holstein, Jersey og Rauðar danskar kýr, kom einnig í ljós að ef Holstein kvígurnar bera of ungar þ.e. 20-22 mánaða gamlar minnkuðu einnig líkurnar á því að þær yrðu langlífar. Það sem skýrir styttri endingu beri kvígurnar of ungar er minni líkamsþroski þeirra og oft vandamál við burð en ástæður minni endingar hjá kvígum sem báru „gamlar“ var fyrst og fremst bundin við lægri afurðir. Niðurstöðurnar hafa nú leitt til þess að mælt er með því að danskir bændur láti Jersey kvígur bera 22-24 mánaða gamlar og Holstein kvígur 24 mánaða gamlar. Hvort hægt sé að yfirfæra niðurstöðurnar beint yfir á íslenskar kvígur skal ósagt látið en væntanlega er ekki fjarri lagi að stefna á 24 mánuða burðaraldur/SS.