
Búnaðarþingi og fleiri málum gerð góð skil
11.03.2008
Nú er fimmta tölublað Bændablaðsins komið út en þar má lesa ítarlegar umfjallanir um nýafstaðið Búnaðarþing og þau málefni sem þar voru í brennidepli. Umræður á þinginu snerust að verulegu leyti um þær hækkanir sem orðið hafa á aðföngum til landbúnaðarins að undanförnu og viðbrögð við þeim. Í blaðinu er ræða forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, á Búnaðarþingi, birt í heild sinni og ýmsar svipmyndir dregnar upp af þinginu.
Fjallað er um handhafa landbúnaðarverðlauna ársins 2008 í blaðinu og áhugavert viðtal er við Óskar Guðmundsson, rithöfund, sem ritað hefur sögu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík í nýrri bók. Einnig er rætt við Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabónda á Grænlandi sem segir hreindýrabúskapinn hafa staðist þær væntingar sem hann hafði þegar hann ákvað að gerast hreindýrabóndi á sínum tíma. Margt fleira fróðlegt efni er í blaðinu sem nálgast má hér. Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 1. apríl.