Beint í efni

Búnaðarþingi og fleiri áhugaverðum málum gerð góð skil

11.03.2008

Nú er fimmta tölublað Bændablaðsins komið út en þar má lesa ítarlegar umfjallanir um nýafstaðið Búnaðarþing og þau málefni sem þar voru í brennidepli. Umræður á þinginu snerust að verulegu leyti um þær hækkanir sem orðið hafa á aðföngum til landbúnaðarins að undanförnu og viðbrögð við þeim. Í blaðinu er ræða forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, á Búnaðarþingi, birt í heild sinni og ýmsar svipmyndir dregnar upp af þinginu.


Fjallað er um handhafa landbúnaðarverðlauna ársins 2008 í blaðinu og áhugavert viðtal er við Óskar Guðmundsson, rithöfund, sem ritað hefur sögu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík í nýrri bók. Einnig er rætt við Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabónda á Grænlandi sem segir hreindýrabúskapinn hafa staðist þær væntingar sem hann hafði þegar hann ákvað að gerast hreindýrabóndi á sínum tíma. Margt fleira fróðlegt efni er í blaðinu sem nálgast má hér. Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 1. apríl.