Búnaðarþing: Tæpast forsendur til innheimtu búnaðargjalds til Lánasjóðs landbúnaðarins
10.03.2005
Búnaðarþing hefur lokið umfjöllun um málefni Lánasjóðs landbúnaðarins. Í ályktun þingsins segir m.a. að í ljósi gjörbreyttra aðstæðna á fjármgansmarkaði verði tæpast forsendur til áframhaldandi innheimtu búnaðargjalds til Lánasjóðsins. Jafnframt segir
að verði það niðurstaða starfshóps sem landbúnaðarráðherra skipaði til að fara yfir málefni sjóðsins, og hefur ekki lokið störfum, að við þessar aðstæður sé ekki mögulegt að halda áfram rekstri Lánasjóðsins, þá leggur Búnaðarþing þunga áherslu á eftirfarandi:
1. Að þar sem stærstur hluti þeirra lána sem bændur hafa tekið hjá sjóðnum séu með breytnalegum vöxtum þurfi að tryggja hagsmuni og réttarstöðu skuldara Lánasjóðsins ef rekstri hans verður ekki haldið áfram.
2. Að verðmætum Lánasjóðsins verði ráðstafað til að styrkja lífeyrisréttindi bænda.