Beint í efni

Búnaðarþing: Stefna beri að sameiginlegu markaðsstarfi landbúnaðarins erlendis

10.03.2005

Í gær var samþykkt á Búnaðarþingi að fela stjórn BÍ að koma á fót markaðsskrifstofu landbúnaðarins er starfi í nánu samstarfi við búgreinafélögin. Markaðsskrifstofan hafi það meginverkefni að styðja við bakið á þeim greinum landbúnaðar sem hafa möguleika og tækifæri til að ná árangri á erlendum mörkuðum. Stjórn BÍ skuli jafnframt eita eftir viðræðum um að fjármunir sem varið er til slíks starfs í dag verði auknir og sameinaðir í starfi markaðsskrifstofunnar.

Jafnframt heimilaði Búnaðarþing stjórn BÍ að leggja markaðsskrifstofunni til framlög með beinum hætti og eða sem aðstöðu.